Færsluflokkur: Bloggar
17.12.2008 | 19:20
Styttist til jóla
Það er alveg merkilegt hver hratt dagarinn líða svo ég tali nú ekki um árin og merkilegt að ég skuli ekki eldast jafn hratt og krakkarnir. Við Jón ætlum að fara til Reykjavíkur á morgun ég er að hugsa um að verða eftir fram á sunnudag en þá koma stelpurnar hans og þar sem hann verður að vinna þá tek ég á móti þeim. Mig hlakkar til að fara suður þar sem mér hundleiðist orðið að hanga svona heima við og ég er ekki nógu dugleg að fara í heimsóknir. +I staðinn hef ég tekið mig á hvað handavinnunar varðar. Gott hjá mér.
Ég skil ekki í hvað stefnir í íslensku efnahagslífi. Álögur á okkur aukast svo til daglega og mér fannst merkilegt að Ingibjörg Sólrún hefði orð á að Íslendingar gætu ekki látið saklausa innistæðueigendur á Bretlandi sitja uppi með tapað fé. Hins vegar höfum við tapað stórum peningum í sjóðum bankanna og það er eðlilegt. Enda erum við bara Íslendingar á Íslandi. Það er bara eðlilegt að við borgum og borgun, ég vona bara að þetta verði ekki til þess að unga fólkið fari erlendis til að leita að betri afkomu möguleikum. Ætli ég myndi ekki velta því fyrir mér af alvöru í dag ef ég væri ung og gæti farið án þess að vera bundin í átthagafjötra.
Á rás 2 í dag var sagt frá efnamanni í Bretlandi sem sagði af sér hinum ýmsum stjórnum vegna gruns um að hafa brotið upplýsingalög þar sem hann tilkynnti ekki árið 2006 að hann væri að taka lán út á hlutabréf. Hins vegar gildir ekki sama viðskiptasiðferði hérna. Stjórnarmenn í stéttafélögum, viðskiptabönkunum, stjórnmálum ofl. geta setið fram í rauðan dauðann án þess að bera nokkra ábyrgð. Þá botna ég ekki í því hvers vegna fjölmiðlar eru ekki gagnrýnni á stöf stjórnarmanna. Fyrir nokkru heyrði ég Kastljósinu að einstaklingur hefði sent inn fyrirspurn um hvers vegna við yrðum að greiða af erlendum lánum okkar? Þar sem bankarnir eru ekki að standa skil á sínum afborgunum þar sem bankarnir eru gjaldþrota. Af hverju ætli þessi munur sé? Það getur örugglega enginn svarað þessum spurningum mínum en ég vona að mótmælin sem verið hafa undanfarið og virðast vera að verða harðari skili einhverjum árangri. Ég vildi óska að ég hefði verið jafn heppin og bankastjóri Glitnis að taka mörg hundurð milljón kr. lán og verða ekki vör við að þurfa ekki að borga af láninu og sitja ekki upp með skuld vegna hruns bankakerfisins en væntanlega hefði hún tekið við hagnaði af bréfunum ef um það hefði eða hefur verið að ræða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2008 | 06:59
Hver dagurinn öðrum líkur
Það er merkilegt hvað ég blogga lítið þó að mig finnist gaman að fylgjast með því sem er að gerast hjá öðrum!!
Það er svo hræðilega kalt þessa dagana og ég finn svo vel hve rafmagnskynding er í raun léleg kynding. Við keyptum nýjan ofn í haust og bættum honum við en samt er ferlega kalt í húsinu þessa dagana. Ég verð fegin þegar frostinu fer að linna.
Ég er í fríi frá vinnu þar sem ég var í aðgerð á mjöðminni en settur var nýr liður í mig og það er svo ótrúlegt að ég sef betur og er verkjaminni strax eftir aðgerðina en ég var fyrir hana. Ég hefði aldrei trúað að það gæti orðið þannig. Núna er ég bara orðin óþolinmóð eftir að fá meiri styrk í fótinn til að geta farið að reyna að ganga án hækjunnar. Út fer ég hins vegar ekki án þess að vera með þær báðar. Á föstudaginn fór ég í saumatöku og það voru ,,stál hefti" í mér, ég var ekkert smá hissa og það var ekki undarlegt að mér yrði sérstaklega kalt á skurðsvæðinu ef ég fór ekki í kuldagalla þegar ég fór út!
Í dag ætlum við að fara á Selfoss til að hitta Lindu systur en hún, Helena og Guðrún komu í heimsókn til Íslands í nokkra daga. Það verður svo gaman að sjá þær en við höfum ekki sést síðan í apríl þegar þau komu til landsins til að ferma Guðrúnu. Skrítið að þessar litlu stelpur eru að verða fullorðnar. Ég eldist ekki jafn hratt og þær gera . Við ætlum að hittast heima hjá Guðmundi og það verður gaman að sjá þau öll sömul og líka hann Ísak litla en ég sá hann síðast þegar Sölvi hélt upp á afmælið sitt. Svo það er greinilegt að það verður nóg að gera í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2008 | 04:42
Ættarmót
Um helgina fór ég ásamt Jóni og krökkunum hans á ættarmót sem haldið var í Hellishólum í Fljótshlíðinni. Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum með aðstöðuna sem okkur var boðið uppá.
Fyrir það fyrsta var ekki gert ráð fyrir að við vildum vera saman en við máttum tjalda upp við bústaðina þar sem stór hópur fólks hafði ákveðið að vera þar. Þarna var engin salernisaðstaða en okkur hafði verið lofað ferðaklósetti sem skilaði sér aldrei til okkar. Þá var okkur bent á að það væri stutt á sameiginlega klósettið þ.e. 100 - 150 mtr. Hins vegar var svo margt fólk á tjaldstæðinu að það var iðulega löng biðröð eftir að komast þangað. Þá var ekki gert ráð fyrir að fólk myndi henda rusli í ruslafötur því þær sáust hreinlega ekki. Í staðinn sá maður fólk pissa og henda rusli hingað og þangað.
Á laugardeginum var komið til að rukka fólk fyrir tjaldstæði en við þurftum að borga 900 kr. á haus fyrir þá sem voru í tjaldinu. Þá skipti það engu máli þó að börn þeirra sem tóku bústaðinn á leigu hefðu sett upp tjald fyrir utan. Borga átti fyrir bústaðinn, plús, 900 kr. á mann í tjaldstæði þó svo að ekki væri um að ræða að við hefðum aðgang að salerni né rusli.
Ég var svo svekt yfir því viðmóti sem við fengum og ég mæli sko ekki með að þessi staður sé sóttur heim. Upplifunin var borgaðu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jórunn Helena Jónsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar