Styttist til jóla

Það er alveg merkilegt hver hratt dagarinn líða svo ég tali nú ekki um árin og merkilegt að ég skuli ekki eldast jafn hratt og krakkarnir. Við Jón ætlum að fara til Reykjavíkur á morgun ég er að hugsa um að verða eftir fram á sunnudag en þá koma stelpurnar hans og þar sem hann verður að vinna þá tek ég á móti þeim. Mig hlakkar til að fara suður þar sem mér hundleiðist orðið að hanga svona heima við og ég er ekki nógu dugleg að fara í heimsóknir. +I staðinn hef ég tekið mig á hvað handavinnunar varðar. Gott hjá mér. Smile

Ég skil ekki í hvað stefnir í íslensku efnahagslífi. Álögur á okkur aukast svo til daglega og mér fannst merkilegt að Ingibjörg Sólrún hefði orð á að Íslendingar gætu ekki látið saklausa innistæðueigendur á Bretlandi sitja uppi með tapað fé. Hins vegar höfum við tapað stórum peningum í sjóðum bankanna og það er eðlilegt. Enda erum við bara Íslendingar á Íslandi. Það er bara eðlilegt að við borgum og borgun, ég vona bara að þetta verði ekki til þess að unga fólkið fari erlendis til að leita að betri afkomu möguleikum. Ætli ég myndi ekki velta því fyrir mér af alvöru í dag ef ég væri ung og gæti farið án þess að vera bundin í átthagafjötra.

Á rás 2 í dag var sagt frá efnamanni í Bretlandi sem sagði af sér hinum ýmsum stjórnum vegna gruns um að hafa brotið upplýsingalög þar sem hann tilkynnti ekki árið 2006 að hann væri að taka lán út á hlutabréf. Hins vegar gildir ekki sama viðskiptasiðferði hérna. Stjórnarmenn í stéttafélögum, viðskiptabönkunum, stjórnmálum ofl. geta setið fram í rauðan dauðann án þess að bera nokkra ábyrgð. Þá botna ég ekki í því hvers vegna fjölmiðlar eru ekki gagnrýnni á stöf stjórnarmanna. Fyrir nokkru heyrði ég Kastljósinu að einstaklingur hefði sent inn fyrirspurn um hvers vegna við yrðum að greiða af erlendum lánum okkar? Þar sem bankarnir eru ekki að standa skil á sínum afborgunum þar sem bankarnir eru gjaldþrota. Af hverju ætli þessi munur sé? Það getur örugglega enginn svarað þessum spurningum mínum en ég vona að mótmælin sem verið hafa undanfarið og virðast vera að verða harðari skili einhverjum árangri. Ég vildi óska að ég hefði verið jafn heppin og bankastjóri Glitnis að taka mörg hundurð milljón kr. lán og verða ekki vör við að þurfa ekki að borga af láninu og sitja ekki upp með skuld vegna hruns bankakerfisins en væntanlega hefði hún tekið við hagnaði af bréfunum ef um það hefði eða hefur verið að ræða. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú ekkert skrítið að fjölmiðlar eru ekki gagnrýnni á störf stjórnmálamannana, þeir eru allir í eigu Jóns Ásgeirs og það fer nú engin að segja mér að hann geti ekki haft áhrif á hvert fréttirnar leiða og með hverjum fréttamenn eiga að halda, þessu hefði nú eflaust mátt afráða ef fjölmiðlafrumvarpið komst ekki í gegn.

En eins og þú segir þá væri nú notalegt að geta tekið svona gígantísk lán og ekki fundið fyrir neinu í sambandi við afborganir og skuldasöfnun.

En ég vona að það hafi verið gaman í Reykjavík um helgina og að þið eigið ánægjuleg jól þarna í sveitinni

Guðrún (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Helena Jónsdóttir

Höfundur

Jórunn Helena Jónsdóttir
Jórunn Helena Jónsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Taska aftan fra
  • Taska á hlid
  • Suzuki DR650
  • Suzuki DR650

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband