21.7.2008 | 04:42
Ættarmót
Um helgina fór ég ásamt Jóni og krökkunum hans á ættarmót sem haldið var í Hellishólum í Fljótshlíðinni. Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum með aðstöðuna sem okkur var boðið uppá.
Fyrir það fyrsta var ekki gert ráð fyrir að við vildum vera saman en við máttum tjalda upp við bústaðina þar sem stór hópur fólks hafði ákveðið að vera þar. Þarna var engin salernisaðstaða en okkur hafði verið lofað ferðaklósetti sem skilaði sér aldrei til okkar. Þá var okkur bent á að það væri stutt á sameiginlega klósettið þ.e. 100 - 150 mtr. Hins vegar var svo margt fólk á tjaldstæðinu að það var iðulega löng biðröð eftir að komast þangað. Þá var ekki gert ráð fyrir að fólk myndi henda rusli í ruslafötur því þær sáust hreinlega ekki. Í staðinn sá maður fólk pissa og henda rusli hingað og þangað.
Á laugardeginum var komið til að rukka fólk fyrir tjaldstæði en við þurftum að borga 900 kr. á haus fyrir þá sem voru í tjaldinu. Þá skipti það engu máli þó að börn þeirra sem tóku bústaðinn á leigu hefðu sett upp tjald fyrir utan. Borga átti fyrir bústaðinn, plús, 900 kr. á mann í tjaldstæði þó svo að ekki væri um að ræða að við hefðum aðgang að salerni né rusli.
Ég var svo svekt yfir því viðmóti sem við fengum og ég mæli sko ekki með að þessi staður sé sóttur heim. Upplifunin var borgaðu!
Um bloggið
Jórunn Helena Jónsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vóv geggjað heimskulegt :( og leiðnlegt að fá svona aðstöðu!
Finnst alveg fyrir neðan allar hellur að fólk sem var með bústaðin þyrfti að borga ef börnin þeirra höfðu sett upp tjald
Leiðinlegt að lenda í svona þegar maður er að fara á ættarmót, eyðileggur stemninguna.
Gaman samt að þú sért farin að blogga
Þarf svo að fara hringja í þig.
Kveðja Íris
p.s. held að Sölvi sakni sveitarinnar, finnst mamma sín ekki nógu skemmtileg stundum
Íris Dögg (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 21:38
Já það er satt. Það er frekar einkennlegt að hafa þessa tilfinningu eftir mótið. Hins vegar efa ég um að það verið farið til þeirra aftur.
Ég er líka alveg sammála því að Sölvi litli prins sakni ömmu sinnar í sveitinni. Hann ætti að fara að koma í aðra heimsókn
Jórunn Helena Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.