30.11.2008 | 06:59
Hver dagurinn öðrum líkur
Það er merkilegt hvað ég blogga lítið þó að mig finnist gaman að fylgjast með því sem er að gerast hjá öðrum!!
Það er svo hræðilega kalt þessa dagana og ég finn svo vel hve rafmagnskynding er í raun léleg kynding. Við keyptum nýjan ofn í haust og bættum honum við en samt er ferlega kalt í húsinu þessa dagana. Ég verð fegin þegar frostinu fer að linna.
Ég er í fríi frá vinnu þar sem ég var í aðgerð á mjöðminni en settur var nýr liður í mig og það er svo ótrúlegt að ég sef betur og er verkjaminni strax eftir aðgerðina en ég var fyrir hana. Ég hefði aldrei trúað að það gæti orðið þannig. Núna er ég bara orðin óþolinmóð eftir að fá meiri styrk í fótinn til að geta farið að reyna að ganga án hækjunnar. Út fer ég hins vegar ekki án þess að vera með þær báðar. Á föstudaginn fór ég í saumatöku og það voru ,,stál hefti" í mér, ég var ekkert smá hissa og það var ekki undarlegt að mér yrði sérstaklega kalt á skurðsvæðinu ef ég fór ekki í kuldagalla þegar ég fór út!
Í dag ætlum við að fara á Selfoss til að hitta Lindu systur en hún, Helena og Guðrún komu í heimsókn til Íslands í nokkra daga. Það verður svo gaman að sjá þær en við höfum ekki sést síðan í apríl þegar þau komu til landsins til að ferma Guðrúnu. Skrítið að þessar litlu stelpur eru að verða fullorðnar. Ég eldist ekki jafn hratt og þær gera . Við ætlum að hittast heima hjá Guðmundi og það verður gaman að sjá þau öll sömul og líka hann Ísak litla en ég sá hann síðast þegar Sölvi hélt upp á afmælið sitt. Svo það er greinilegt að það verður nóg að gera í dag.
Um bloggið
Jórunn Helena Jónsdóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður nú voða gaman að hitta Lindu og stelpurnar Ég bið að heilsa
Guðrún (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 10:47
Það er alveg ótrúlegt að þér líði svona vel eftir aðgerina og að þér líði betur en þér leið fyrir aðgerina því það er svo stutt síðan þú varst í aðgerðinni. En það er bara æðislegt.
Hefði nú verið gaman að koma á Selfoss líka og hitta ykkur öll. EN það verður að bíða betri tíma. Þurfti að læra og Sölvi lítill laspúki.
Kveðja. Íris
Íris Dögg (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.